Greiðslur í gegnum Nóra

Skref 1

Innskráning

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang með rafrænum skilríkjum. Þá þarftu aðeins að slá inn símanúmer og samþykkja innskráninguna á símanum þínum. Þú skráir þig inn í gegnum vefslóðina sem fæst upp með því að ýta á hnappinn hjá þeirri áskriftarleið sem hentar þér best. 

Skref 2

Skráning í boði

Þegar þú hefur skráð þig inn þarftu hugsanlega að fylla inn ákveðnar upplýsingar eins og netfang, símanúmer og nafn. Þegar því er lokið birtist valmynd þar sem er takki sem á stendur “Skráning í boði”.
Þegar þú ýtir á þann takka birtast allir áskriftarvalmöguleikar Stöðvarninnar.

Skref 3

Val áskriftar

Þegar þú ert búin/nn að velja þá áskriftarleið sem hentar þér best ýtir þú á þann valkost. Þá opnast sú áskriftarleið og þú getur fyllt inn upplýsingar ef þess þarf. Svo þarf að ýta á “samþykkja skilmála” og loks áfram. Þegar því er lokið greiðir þú með greiðslukorti 

Skref 4

Mættu og hreyfðu þig!

Nú er allt klárt í að þú getir mætt á þína fyrstu æfingu! Við hlökkum til að sjá þig.
Ef það er eitthvað óskýrt hvetjum við þig til að hafa samband.