Classes
All classes offered are designed in such a way that each participant can easily go through the exercise at their own pace with good instructions from the coach. All exercises can be scaled up or down in difficulty level so that everyone can work according to their abilities at any given time.
WOD
Í WOD / Workout of the day / æfing dagsins er lögð áhersla á lyftingar, fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Lyftingarnar eru blanda af kraftlyftingum, ólympískum lyftingum, lyftingum með ketilbjöllum og handlóðum og eigin líkamsþyngd. Notast er við ýmsan annan búnað eins og bolta, sippubönd, róðrarvélar, hjól og fleira. WOD eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir tímar þar sem blandað er saman úthaldsæfingum, fimleikum og ýmsum lyftingum. Hver tími er ein klukkustund. *WOD er opið fyrir alla sem hafa aðgang í tíma í töflum Stöðvarinnar. Þjálfarar fylgjast vel með iðkendum og skala niður æfingar til að þær hæfi þeirra getu.
Upplýsingar um tímasetningar er að finna í stundatöflu. Kennt í Vinnslusalnum.
*EXPRESS WOD – Hádegistímar á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum sem keyrðir eru á meiri hraða, styttra WOD tekið fyrir og eru þeir eingöngu hálftími í heildina.
Styrkur
Í Styrk er áherslan lögð á styrk og lyftingar. Tog, pressur, réttstöðulyftur og hnébeygjur eru aðal atriðið í Styrk og unnið er með ýmsar útfærslur af þessum og fleiri lyftum. Alhliða styrkur með góða tækni og líkamsbeitingu er í fyrirrúmi í Styrk tímunum. Hver tími er rétt rúmlega klukkustund.
Styrkur er kenndur tvisvar í viku í Vinnslusalnum. Upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu. Kennt í Vinnslusalnum.
OLY – Ólympískar lyftingar
Ólympískar lyftingar eru tímar sem byggja á grunnstoðum styrktarþjálfunar og æfingum með lyftingastangir. Lyftur eins og snörun (snatch) og jafnhending (clean and jerk) eru miðpunktur þessara tíma. Hver og einn vinnur með sínar þyngdir og þjálfar styrk, snerpu, hraða, tækni, jafnvægi og samhæfingu. *Í OLY er gerð krafa um að iðkendur hafi lokið grunnnámskeiði í ólympískum lyftingum*
Ólympískar lyftingar eru kenndar í Vinnslusalnum, upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu.
Spinning
Í Spinning er hægt að treysta á fjör og stemningu. Hjólað er á spinning hjólum í takt við fjölbreytta tónlist og ýmsar æfingar gerðar samhliða á hjólinu. Stundum er notast við handlóð og ketilbjöllur. Mikil orka og gleði er í fyrirrúmi í Spinning! Hver tími er 45-60 mínútur með léttum teygjum í lok tímans.
Spinning er kennt á glæný hjól í Prímus sal Stöðvarinnar og eru upplýsingar um tímasetningar að finna í tímatöflu.
Jallabina – arabískt dans fitness
Kennari : Rosanna R. Davudsdóttir
Buttlift *Ekki í töflu eins og er, snýr aftur fljótlega*
í Buttlift er tekið vel á neðri hluta líkamans. Styrktaræfingar fyrir stóra og mikilvæga vöðvahópa í rassi og lærum. Mjög skemmtilegar æfingar tónlist og mikið stuð.
Upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu.
Kennari : Regína Huld Guðbjarnadóttir