Tímarnir

 

Allir tímar sem boðið er upp á eru með þannig sniði að hver þátttakandi á auðvelt með að fara á sínum hraða í gegnum æfinguna með góðri tilsögn og leiðbeiningum frá þjálfara. Allar æfingar er hægt að skala upp eða niður um erfiðleikastig til að allir geti unnið eftir sinni getu að hverju sinni.

WOD

Í WOD / Workout of the day / æfing dagsins er lögð áhersla á lyftingar, fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Lyftingarnar eru blanda af kraftlyftingum, ólympískum lyftingum, lyftingum með ketilbjöllum og handlóðum og eigin líkamsþyngd. Notast er við ýmsan annan búnað eins og  bolta, sippubönd, róðrarvélar, hjól og fleira. WOD eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir tímar þar sem blandað er saman úthaldsæfingum, fimleikum og ýmsum lyftingum. Hver tími er ein klukkustund.  *WOD er opið fyrir alla sem hafa aðgang í tíma í töflum Stöðvarinnar. Þjálfarar fylgjast vel með iðkendum og skala niður æfingar til að þær hæfi þeirra getu.

Upplýsingar um tímasetningar er að finna í stundatöflu. Kennt í Vinnslusalnum.

*EXPRESS WOD – Hádegistímar á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum sem keyrðir eru á meiri hraða, styttra WOD tekið fyrir og eru þeir eingöngu hálftími í heildina.

 

Styrkur

Í Styrk er áherslan lögð á styrk og lyftingar. Tog, pressur, réttstöðulyftur og hnébeygjur eru aðal atriðið í Styrk og unnið er með ýmsar útfærslur af þessum og fleiri lyftum. Alhliða styrkur með góða tækni og líkamsbeitingu er í fyrirrúmi í Styrk tímunum. Hver tími er rétt rúmlega klukkustund.

Styrkur er kenndur tvisvar í viku í Vinnslusalnum. Upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu. Kennt í Vinnslusalnum.

 

OLY – Ólympískar lyftingar

Ólympískar lyftingar eru tímar sem byggja á grunnstoðum styrktarþjálfunar og æfingum með lyftingastangir. Lyftur eins og snörun (snatch) og jafnhending (clean and jerk) eru miðpunktur þessara tíma. Hver og einn vinnur með sínar þyngdir og þjálfar styrk, snerpu, hraða, tækni, jafnvægi og samhæfingu. *Í OLY er gerð krafa um að iðkendur hafi lokið grunnnámskeiði í ólympískum lyftingum*

Ólympískar lyftingar eru kenndar í Vinnslusalnum, upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu.

 

Spinning

Í Spinning er hægt að treysta á fjör og stemningu. Hjólað er á spinning hjólum í takt við fjölbreytta tónlist og ýmsar æfingar gerðar samhliða á hjólinu. Stundum er notast við handlóð og ketilbjöllur. Mikil orka og gleði er í fyrirrúmi í Spinning! Hver tími er 45-60 mínútur með  léttum teygjum í lok tímans.

Spinning er kennt á glæný hjól í Prímus sal Stöðvarinnar og eru upplýsingar um tímasetningar að finna í tímatöflu. 

 

Jallabina – arabískt dans fitness

Jallabina er arabískt dansfitness prógram sem blandar saman alskonar arabískum dans og tónlistarstíl við styrktaræfingar. Brennslutímar af bestu gerð sem hafa slegið í gegn um allan heim !
Í dansinum hverfum við í annan heim, skemmtilegar hreyfingar og dansspor sem fá alla til þess að brosa, svitna og finna innri gleði !

Kennari : Rosanna R. Davudsdóttir 

 

Buttlift  *Ekki í töflu eins og er, snýr aftur fljótlega*

í Buttlift er tekið vel á neðri hluta líkamans. Styrktaræfingar fyrir stóra og mikilvæga vöðvahópa í rassi og lærum. Mjög skemmtilegar æfingar tónlist og mikið stuð.

Upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu.

Kennari : Regína Huld Guðbjarnadóttir