Classes

 

All classes offered are designed in such a way that each participant can easily go through the exercise at their own pace with good instructions from the coach. All exercises can be scaled up or down in difficulty level so that everyone can work according to their abilities at any given time.

WOD

Í WOD / Workout of the day / æfing dagsins er lögð áhersla á lyftingar, fimleikaæfingar og úthaldsæfingar. Lyftingarnar eru blanda af kraftlyftingum, ólympískum lyftingum, lyftingum með ketilbjöllum og handlóðum og eigin líkamsþyngd. Notast er við ýmsan annan búnað eins og  bolta, sippubönd, róðrarvélar, hjól og fleira. WOD eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir tímar þar sem blandað er saman úthaldsæfingum, fimleikum og ýmsum lyftingum. Hver tími er ein klukkustund.  *WOD er opið fyrir alla sem hafa aðgang í tíma í töflum Stöðvarinnar. Þjálfarar fylgjast vel með iðkendum og skala niður æfingar til að þær hæfi þeirra getu.

Upplýsingar um tímasetningar er að finna í stundatöflu. Kennt í Vinnslusalnum.

 

Heitir tímar 

Það eru ýmsir heitir tímar kenndir í Prímus salnum okkar. Hot fit og hot body toning eru tímar sem báðir styðjast við æfingakerfi sem  svipar til pilates æfinga á dýnum. Í þessum tímum eru notuð létt handlóð, líkamsþyngd, jógakubbar og mjúkir boltar. 

Í heita tíma þarf að taka með sér handklæði og gott er að hafa vatn við höndina. 

 

Heitar Power teygjur

Þjálfari : María Guðrún Sveinbjörnsdóttir. “Ég hef bakgrunn sem Taekwondo kennari og veit hversu mikilvægt það er að sameina liðleika, styrk og einbeitingu til að ná árangri – ekki bara í íþróttum heldur líka í daglegu lífi. Þó að þetta sé ekki Taekwondo, nýti ég margar svipaðar æfingar til að styrkja líkamann, bæta liðleika og byggja upp jafnvægi. ” 

Mán og fös 17:30 – Kennt í heitum sal.

Djúpar teygjur sem bæta hreyfanleika og minnka stífleika

Styrktaræfingar sem styðja við liðleika og hjálpa að byggja upp jafnvægi

Æfingar í heitu rými sem hraða blóðflæði og gera vöðva og liði móttækilegri

Tími sem hentar öllum – á öllum aldri og hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin(n).

Fossaþrek 

Fossaþrek eru nýjir tímar sem kenndir eru á sunnudögum kl 09:00 í vinnslusalnum. 

Gylfi Ólafsson og Lísbet hafa umsjón með þessum tímum og eru þeir hugsaðir sem þjálfun fyrir skíðagöngufólk sem undirbúningur fyrir tímabilið sem fer í hönd. Í Stöðinni eru þrjár ýtingavélar (ski-erg) og æfingarnar miðast við styrktar og þrekæfingar þar sem vélarnar ásamt öðrum búnaði er notað í bland.

 

Styrkur

Í Styrk er áherslan lögð á styrk og lyftingar. Tog, pressur, réttstöðulyftur og hnébeygjur eru aðal atriðið í Styrk og unnið er með ýmsar útfærslur af þessum og fleiri lyftum. Alhliða styrkur með góða tækni og líkamsbeitingu er í fyrirrúmi í Styrk tímunum. Hver tími er rétt rúmlega klukkustund.

Styrkur er kenndur tvisvar í viku í Vinnslusalnum. Upplýsingar um tímasetningar er að finna í tímatöflu. Kennt í Vinnslusalnum.

 

Spinning

Í Spinning er hægt að treysta á fjör og stemningu. Hjólað er á spinning hjólum í takt við fjölbreytta tónlist og ýmsar æfingar gerðar samhliða á hjólinu. Stundum er notast við handlóð og ketilbjöllur. Mikil orka og gleði er í fyrirrúmi í Spinning! Hver tími er 45-60 mínútur með  léttum teygjum í lok tímans.

Spinning er kennt á glæný hjól í Prímus sal Stöðvarinnar og eru upplýsingar um tímasetningar að finna í tímatöflu.