settu HEILSUNA Í FYRSTA SÆTI

Í dag er opið frá : 05:45 – 20:00

Krakka og unglinganámskeið þar sem lögð er áhersla á styrk, liðleika og þrek, hefst mánudaginn 13. júní.

Þjálfari er Mike Reinhold, yfirþjálfari Stöðvarinnar. Mike er með B.S gráðu í æfinga og hreyfifræði og Mastersgráðu í heilsu og velferðarfræðum. Skráning á www.sportabler.com/shop/stodin 

Fyrir frekari upplýsingar, sendið okkur endilega línu á stodin@stodinheilsuraekt.is 

Kids and teens course with an emphasis on strength, mobility and endurance, begins on Monday 13 June.The coach is Mike Reinhold, Stöðin’s head coach. Mike holds a B.S degree in Exercise and movement science and a Masters Degree in Health and wellness management. Registration on www.sportabler.com/shop/stodin 
For more information, please send us an email: stodin@stodinheilsuraekt.is

 

Velkomin í Stöðina!

Kíktu til okkar í tækjasal eða skipulagða tíma.

Taktu með þér skál eftir æfingu

Heilsu skyr-bar í samstarfi við Örnu

STÖÐIN – SALIR OG SVÆÐI

VINNSLUSALURINN

Í vinnslusalnum fara fram hópatímar. WOD, Styrkur, OLY, Buttlift og fleiri. Þegar Vinnslusalurinn er ekki í notkun af hóp eða námskeiði er iðkendum frjálst að nota hann og allan búnað þar í eigin æfingar. Í þessum sal var vinnsla mjólkurstöðvarinnar og salurinn fullur af vélum, tönkum og ýmsum tækjum.

PRÍMUS

Prímus er minni hópatímasalur þar sem fámennari tímar, spinning og námskeið eru kennd. Prímusinn er opinn iðkendum þegar hann er ekki lokaður vegna tíma eða námskeiðs. Í þessum sal var einn af fyrstu próteindrykkjum Íslendinga, Prímus blandaður af Mjólkursamlagi Ísfirðinga og þaðan fær salurinn nafn sitt.

 

KÆLIRINN

í kælinum má finna handlóð, bekki og ýmis lyftingatæki. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta svæði áður mjólkurkælir.

BÍLASALURINN

Tækjasalur Stöðvarinnar er gamli bílasalur mjólkurstöðvarinnar og þar eru núna ýmis tæki, hlaupabretti, skíðavélar, hjól, róðrarvélar og lyftingatæki af ýmsu tagi. Salurinn er bjartur og rúmgóður.

Nýjustu fréttir og upplýsingar