SPURT OG SVARAÐ

 

Hér gætir þú fundið svör við ýmsum algengum vangaveltum og spurningum

 

HVERNIG KAUPI ÉG KORT ?

Á forsíðunni og á undirsíðunni “verðskrá” er hnappur “Kaupa kort” sem leiðir þig inn á https://www.sportabler.com/shop/stodin.

Á síðunni er hægt að kaupa öll kort og áskriftir og við bendum á þessa leiðbeiningar ef þið lendið í vandræðum : https://abler.freshdesk.com/is/support/solutions/articles/67000346148-kaupa-aefingagjöld-námskeið-%C3%AD-gegnum-vefverslun?fbclid=IwAR0tkpiOePg2NRlkgpgNq1bdpeEFNstOdd76H-FfITluBeKU8udhYy9kZ5w  

 

ÁSKRIFTIR OG KORT

Áskrift er innheimt sjálfkrafa mánaðarlega og af þeim er þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Til að kaupa áskrift þarf iðkandi að skrá sig sjálfur í gegnum https://www.sportabler.com/shop/stodin. 

Kort, 10 skipti, vikupassi, 1 mánuður, 3 mánuðir, 6 mánuðir og árskort eru seld bæði í afgreiðslunni í Stöðinni og á https://www.sportabler.com/shop/stodin.

 

FRYSTING KORTA

Eingöngu er mögulegt að frysta gullkort eða gulláskrift. Til að frysta gullkort/gulláskrift þarf að hafa samband við okkur á stodin@stodinheilsuraekt.is eða á facebook síðu Stöðvarinnar.

 

HVERNIG SEGI ÉG UPP ÁSKRIFT?

Áskriftum þarf að segja upp með tölvupósti á netfangið okkar stodin@stodinheilsuraekt.is

 

UPPSAGNARFRESTUR

Af öllum áskriftum sem innheimtar eru mánaðarlega er þriggja mánaða uppsagnarfrestur.

 

KVITTANIR

Þegar kort er keypt á að koma sjálfkrafa kvittun í tölvupósti. Ef hún berst ekki er sjálfsagt að óska eftir kvittun og við útbúum hana eftir óskum.  Sendið okkur línu á stodin@stodinheilsuraekt.is

 

HVERNIG VIRKAR WODIFY?

Þegar þú hefur keypt kort þarftu að sækja Wodify athlete appið í símann þinn en þar skráir þú þig inn í alla tíma hjá okkur. Þar sem kortakerfið og Wodify er því miður ekki samtengd er best að senda okkur línu á facebook síðunni okkar, í tölvupósti eða tala við stelpurnar í afgreiðslunni og biðja um aðgang að appinu. Þar getur þú séð alla tíma dagsins og sérð einnig alla tíma næstu 48 tímana í Stöðinni. Til að taka frá pláss ýtir þú á “reserve”.

SIGN IN
Hægt er að staðfesta komu sína á æfingu fyrirfram en fínt er að venja sig á að ýta á “SIGN IN” í appinu þegar þú ert mætt/mættur á æfingu. Þetta staðfestir komu þína í hús og gefur þér síðan yfirlit yfir fjölda æfinga á árinu í lok árs ef þú hefur áhuga á því að fylgjast með því.